Skilmálar Aftur nýtt ehf– Kerti og spil-Græni Unginn er sem hér segir.
Aftur nýtt ehf á og rekur Kerti og spil (kertiogspil.is) og Græna Ungann (www.graeniunginn.is) deild sem sér um smásölu á ýmsum varning fyrir heimilið, börnin og foreldra svosem kerti, spil, barnavörur, baðvörur og fl.
Við hjá Aftur nýtt ehf. ásetjum okkur það markmið að veita viðskiptavinum okkar persónulega og góða þjónustu á sama tíma og við berjumst fyrir því að álagning á vörum sé í algjöru lámarki til þess að bjóða uppá samkeppnishæf verð við erlendan markað á sama tíma og við bjóðum uppá gæða vörur.
Hér koma upplýsingar um þá skilmála sem fyrirtækið og deildin gefur sér.
Hafir þú einhverjar spurningar þá svörum við fyrirspurnum um skilmála þessa á netfanginu sala@kertiogspil.is
Viðskiptavinir
Kerti og spil/Græni Unginn er vefverslun sem rekin er af Aftur nýtt ehf
Við seljum til einstaklinga hvar sem er á Íslandi og er það gert eingöngu í gegnum vefsíðuna okkar www.kertiogspil.is
Með því að versla hjá okkur samþykkir þú sem viðskiptavinur skilmála þessa.
Vafrakökur og persónuvernd
kertiogspil.is notast við vafrakökur (Cookies) til þess að bæta virkni síðunnar gagnvart þér þar sem slíkt á við. Með því að nota þessa síðu samþykkir þú notkun okkar á vafrakökum.
Allar upplýsingar sem mögulega eru geymdar um þig eða þína notkun eru með öllu trúnaðarmál og munu aldrei vera afhentar þriðja aðila.
Persónuverndar stefnu okkar má finna hér: Persónuvernd
Afhendingar á pöntunum
Við sendum pantanir hvert á land sem er með Íslandspósti.
Pantanir fara á pósthús innan 24 klst. á virkum dögum frá því að pöntun er gerð.
Verðlagning
Við kappkostum við að hafa verðlagningu okkar í takt við evrópumarkað, það er að segja að vera með samkeppnishæf verð við söluaðila í evrópu.
Við setjum ekki sendingarkostnað inní vöruverðið hjá okkur.
Verð á vörum getur tekið breytingum án fyrirvara útfrá gengi og innflutnings kostnaði hverju sinni.
Greiðslur
Eftirfarandi greiðslumöguleikar eru í boði hjá okkur:
- Kreditkort / Debetkort í gegnum örugga greiðslugátt Korta (Kortaþjónustan ehf.)
Pantanir
Eingöngu er hægt að panta í gegnum vefverslunina hjá okkur.
Hætta við pöntun:
Viljir þú hætta við pöntun þá þarf að hringja í okkur eða senda tölvupóst varðandi það.
Við endurgreiðum pöntunina að fullu ef hún hefur ekki farið úr húsi, en ef varan hefur verið send af stað fæst hún endurgreidd þegar viðskiptavinur hefur sent hana til baka til okkar.
Við áskiljum okkur rétt til þess að taka gjald fyrir pantanir sem hætt er við til þess að koma til móts við mögulegan kostnað. Ef slíkt á við verður viðskiptavini kynnt það mál hverju sinni.
Sé pöntun farin úr húsi og viðskiptavinur vill hætta við pöntunina þarf viðskiptavinur að senda vörurnar til baka á okkar kostnað. Við endurgreiðum pöntunina þegar hún hefur skilað sér aftur til okkar en við endurgreiðum ekki sendingarkostnað sem greitt var fyrir við pöntun.
Skilafrestur:
Samkvæmt lögum nr. 46/2000 um húsgöngu- og fjarsölusamninga getur neytandi fallið frá samningi um kaup á vöru yfir netið innan 14 daga frá pöntun með skriflegri yfirlýsingu. Ónotaðri vöru í upprunalegum umbúðum má skila gegn endurgreiðslu innan 14 daga. Þó er sendingarkostnaður ekki endurgreiddur nema um galla sé að ræða.
Villur, gallar og önnur ávöxtun vara
Sé vara gölluð skal tilkynna slíkt til okkar um leið og slíkt kemur í ljós. Það er á ábyrgð kaupanda að skoða hvort að varan sé í lagi þegar hún er afhend.
Sé um að ræða framleiðslugalla verður vörunni skipt út fyrir eins vöru eða vöru af sömu gæðum. Sé slíkt ekki hægt verður varan endurgreidd.
Hafi vara skemmst í meðhöndlun þriðja aðila, t.d. flutningsaðila, röng vara afhend eða misræmi er á magni þess sem pantað var og þess sem kom þarf að hafa samband við okkur innan 24klst frá afhendingu og slíkt tilkynnt.
Sé ekki gerð athugasemd innan 24 klst frá afhendingu telst pöntunin að fullu afgreidd.
Lokaorð
Við fögnu ábendingum varðandi skilmála þessa og viljum ávalt veita viðskiptavinum okkar bestu mögulegu þjónustuna.
Ef það er eitthvað sem þér finnst vera óskýrt í skilmálum þessum þá skalt þú endilega hafa samband við okkur.
Skilmálar þessir geta tekið breytingum án fyrirvara en ef svo verður mun dagsetning samþykktar skilmála vera rituð hér að neðan
Skilmálar samþykktir 19.02.2019